22. janúar 2013

Hekluð mús

Fékk þessa sætu bók í jólagjöf... en ég hafði bara einu sinni áður gert amigurumi... en það var skjaldbaka sem ég nota sem nálapúða.



Ég settist fyrir framan sjónvarpið í kvöld og bara varð að hekla eitthvað upp úr henni... fyrir valinu var þessi krúttlega mús...

Hekluð mús - amigurumi

Þegar ég fletti bókinni þá fannst mér á mörgum myndunum glitta ansi mikið í tróðið (stöffið inn í fígúrunum) hjá höfundi bókarinnar. Ég ákvað því að velja grófara garn en hélt mér við sömu heklunálastærð en valdi létt-lopa... músin er því þétthekluð en mér finnst það fallegra þegar verið er að hekla amigurumi fígúrur. Uppskriftin er mjög auðveld og vel skrifuð... og er afar fljótlegt að hekla músina. Sennilega fór mestur tíminn í að finna einhver augu :)

Önnur mynd af músinni

Garn: léttlopi
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Sugar mice úr Super-Cute Crochet: Over 35 Adorable Animals and Friends to Make

0 comments:

Skrifa ummæli