29. janúar 2011

Hekluð taska

Mig langaði svakalega að hekla mér tösku... skoðaði mikið á netinu og fletti einhverjum blöðum en fann ekkert sem heillaði mig. En sá svo sem aðferðir við að gera töskur... úr þessu varð þessi taska.


Ég skreytti hana svo með tveimur blómum í stíl við eyrnaböndin mín og setti tvær stórar (og RÁNDÝRAR) smellur á hana. Mér fannst hún verða að vera fóðruð og fór svolítill tími í það... þetta varð auðvitað að vera flott svo að það er hólf í henni með rennilás fyrir og hólf fyrir gemsann... og svo er lyklakippuband sem er snilld... svakalega fljótlegt að ná lyklunum upp :)


Garn: Álafosslopi
Heklunál: 6,0 (að mig minnir)

0 comments:

Skrifa ummæli